Einhverstaðar á landinu býr drengur sem ber nafnið Pétur. Eða hann sagðist heita það, en hver veit, kannski skammast hann sín svo hrikalega fyrir sitt raunverulega nafn að hann sagði mér að hann héti Pétur. En ég ætla allavega að láta hann heita Pétur.
Pétur er dökkhærður og keyrir stóran jeppa. Ég kynntist honum Pétri á Seltjarnanesinu þegar hann ákvað að keyra á mig á jeppanum sínum. Ég þoli ekki þennan Pétur.
Nú er litli sæti Opelinn minn ekki með hliðarspegil lengur. Takk Pétur.
Jebb þið lásuð rétt út úr þessu, ég lenti í fyrsta árekstrinum mínum. Ég var í fullkomnum rétti. Kannski hélt samt Pétur að hann væri það líka. Ég meina kommon hann var á jeppa og þá er alveg sjálfsagt að keyra yfir okkur smábílafólkið. Ekki satt?
Ég veit að það er nokkuð mikið langt síðan ég bloggaði seinast en það er sumar og ég ætla nota það óspart sem afsökun.
Maður myndi halda að því lengur sem líður á milli blogga því meira hefði ég að segja, en svo er það víst ekki. Ég er búin að steingleyma öllu. Nei í alvöru ég var að reyna hugsa hvað ég gerði í fyrradag og ég man það ekki.
En ég fór í bíó í gær. Miami Vice .... je
Og svo keypti ég mér tölvuleik þegar ég fékk útborgað. Mér fannst ég eiga það svo innilega skilið þannig ég brunaði í BT og keypti eitt stykki Sims 2.
Ég hef bara fengið eintóm hneykslunaraugnaráð frá fólki þegar ég segi því þetta. En ég er stoltur Simsari, þannig látið mig vera.
Alveg rétt, ég fór í útilegu með múttu og siss. Hún var mikil svaðilför og ekki fyrir hvern sem er þar sem við mæðgunar erum hinir mestu útilegugarpar og köllum sko ekki hvað sem er ömmu okkar.
Stutt ferðasaga.
Miðvikudagur:
Keyra – Akureyri – Nettó –Vaglaskógur –Tjaldað -Gist þar
Fimmtudagur:
Vaknað - “Hvað í fjandanum gerir maður í útilegu? – Akureyri – Versla – Bolur – Sólgleraugu – Stóll - Subway – Keyra – Dalvík – Ís - Keyra – Einbreið göng – Siglufjörður - innilokunarkennd – Keyra - Hofsós- Tjalda?- Nei, ekkert tjaldstæði – Keyra – Sauðárkrókur - Tjalda? - Nei, ljótt tjaldstæði – Keyra – Skagaströnd – Rock Star – Gista hjá Ölmu
Föstudagur:
Vakna – Keyra – Blönduós – Amma – Ríkið – Kaffihús – Kaka – Amma – Steik – Södd – Keyra – Skagaströnd – Horfa á mynd – Rúnta á Hondu – Ekki Civic - Meira rúntað – Gist hjá Ölmu
Laugardagur:
Vakna – Keyra – Blönduós – Amma – Bæ – Keyra – Hvanneyri – Keyra – Reykjavík
Þetta var hin mikla útilega í stuttu máli.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra. Ætla að setja geisladiska inn á iPoddinn..... Nick Cave og svona meira skemmtilegt.
Djöfull sé ég eftir því að hafa ekki keypt mér miða á tónleikana.
Tinna – Leti er lífstíll
tisa at 12:18
3 comments